Aldís þorbjörg er klínískur sálfræðingur með viðbótarmenntun í kynlífsráðgjöf. Hún veitir para- og kynlífsráðgjöf, heldur fræðslu erindi um hinseginleikann og kynlífsráðgjöf.
.jpg)

Pararáðgjöf er ætluð pörum til að leysa úr ágreiningi, byggja upp traust og nánd.

Kynlífsráðgjöf er ætluð bæði pörum og einstaklingum sem eru að takast á við vanda sem tengist kynlífi eða nánd.
.jpg)
Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir
Aldís Þorbjörg, sálfræðingur, sinnir para- og kynlífsráðgjöf. Aldís Þorbjörg lauk cand.psych prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Hún lauk framhaldsnámi í para- og kynlífsráðgjöf við Michigan Háskóla (University of Michigan) árið 2020.
Aldís Þorbjörg starfar á Líf og Sál, sálfræði og ráðgjafastofu . Aldís veitir áfallameðferð samhliða kynlífsráðgjöf þegar við á. Hún hefur einnig sinnt ráðgjöf fyrir Samtökin ´78 síðastliðin ár og hefur þekkingu á málefnum hinsegin fólks.
Aldís hefur reynslu af því að starfa með einstaklingum sem eru að koma út úr skápnum, opna á hugsanir og tilfinningar sem tengjast kynhneigð, kynvitund eða ólíkum sambandsformum. Einnig einstaklingum sem eru að takast á við erfiðleika í fjölskyldu- eða ástarsamböndum, BDSM hneigðum einstaklingum og aðstandendum hinsegin fólks.





































































